137879_grimur_og_galdra1990
Möguleikhúsið stofnað og áhersla lögð á að frumsýna ný íslensk leikrit fyrir börn og unglinga. Fyrstu árin var Möguleikhúsið rekið sem ferðaleikhús og byggði starfsemina alfarið á innkomu af seldum sýningum.

1993
Farið með leiksýninguna Geiri lygari í leikferð um íslendingabyggðir í Svíþjóð og Danmörku.

1994
Eigendur Möguleikhússins breyta bílaverkstæði í 100 manna leikhús og fá þar með fastan samastað í leiguhúsnæði að Laugavegi 105. Í tilefni að opnun leikhússins heldur Möguleikhúsið barnaleikhúshátíð í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og býður erlendum leikhóp þátttöku. Leikhúsið hlýtur í fyrsta sinn styrk frá menntamálaráðuneytinu. Sýningin Mókollur sýnd á norrænni barnaleikhúshátíð í Finnlandi.

134973_geiri_lygari1995
Möguleikhúsið kaupir húsnæðið að Laugavegi 105 og tryggði þar með fastan samastað fyrir starfsemi sína. Möguleikhúsið hefur samstarf við Þjóðminjasafnið og hefur síðan séð um að taka á móti íslensku jólasveinunum fyrir hver jól. Með stuðningi frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur gengst leikhúsið fyrir leiklistarnámskeiði fyrir börn um sumarið. Námskeiðið nýtur mikilla vinsælda og hefur verið árlegur viðburður síðan. Möguleikhúsið hlýtur viðurkenningu átaksins “Öryggi barna – okkar ábyrgð” fyrir sýninguna Mókollur sem unnin var í samvinnu við Umferðarráð. Möguleikhúsið ræður til sín tvær leikkonur í fullt starf í einn leikvetur með stuðningi frá Reykjavíkurborg. Ekki reynist fjárhagslegur grundvöllur fyrir áframhaldandi fastráðningu leikara.

134979_mokollur1997
Barnabókaráðið – Íslandsdeild IBBY veitir Möguleikhúsinu viðurkenningu fyrir framlag til íslenskrar barnamenningar

1999
Möguleikhúsið ræður til sín starfsmann í hlutastarf í söludeild.

2000
Tímamótaár í sögu leikhússins er það fagnaði 10 ára starfsafmæli og sló á leikárinu 2000-2001 fyrri aðsóknarmet með 26 þúsund áhorfendur. Þetta ár fékkst meiri fjárstuðningur en áður og rekstrargrundvöllur þess árs þar með tryggður. Möguleikhúsið réð til sín starfsmann í fasta stöðu í söludeild. Ekki reyndist þó fjárhagslegur grundvöllur til að halda starfsmanninum til langframa. Breska leikhúsið New Perspectives setur upp Sjálfstætt fólk í Bretlandi í samvinnu við Möguleikhúsið. Sýningin er einnig sýnd í Möguleikhúsinu. Leikhúsið tilnefnt til menningarverðlauna DV.

2001
134997_snudra_ytir_a_nebbaSamstarfssamningur gerður við Reykjavíkurborg til þriggja ára. Samningurinn auk samningsins sem gerður var ári síðar við menntamálaráðuneytið tryggði rekstaröryggi leikhússins og gerði því kleift að standa við langtímaáætlanir í starfsemi þess. Leikhúsinu er boðið að sýna Völuspá eftir Þórarin Eldjárn á leiklistarhátíðum í Rússlandi og Svíþjóð.

2002
Samskonar samstarfssamningur og gerður var árið áður við Reykjavíkurborg gerður við menntamálaráðuneytið. Völuspá sýnd á Íslendingadeginum í Gimli, Kanada. Fer einnig í leikferð til Finnlands um haustið.

136116_pr_mynd2003
Völuspá fer í leikferð til Færeyja og er boðið á barnaleikhúshátíðir í Bandaríkjunum og Kanada. Möguleikhúsið hlýtur Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, fyrir Völuspá eftir Þórarin Eldjárn sem bestu barnaleiksýningu ársins. Samstarfssamningur við Reykjavíkurborg endurnýjaður til næstu þriggja ára.

2004
Völuspá er sýnd á leiklistarhátíð í Þýskalandi. Sýning Möguleikhússins á leikritinu Tveir menn og kassi er tilnefnd til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna. Sýningin er einnig sýnd á Norrænni barnaleikhúshátíð í Reykjavík.

2005
Möguleikhúsið sýnir Völuspá á Íslandskynningu í París. Sýningin Landið vifra, sem byggð er á barnaljóðum Þórarins Eldjárns, er tilnefnd til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna.

2937760_232006
Sýning Möguleikhússins, Tónleikur, er sýnd á alþjóðlegri leikhúshátíð í Oulu í Finnlandi.

2007
Samstarfssamningur við Reykjavíkurborg endurnýjaður til næstu þriggja ára, en lækkaður um 25% frá því sem áður var.

2008
Í fyrsta sinn í fjórtán ár hlýtur Möguleikhúsið engan stuðning frá menntamálaráðuneyti er úthlutað er fé til atvinnuleikhópa. Í framhaldi af því verður leikhúsið að segja lausu húsnæðinu við Hlemm og taka alla starfsemi til gagngerðrar endurskoðunar.

2009
Möguleikhúsið hefur samstarf við Menningarmiðstöðina Gerðuberg, frumsýnir þar Alla Nalla og tunglið og sumarnámskeið fyrir 9-12 ára börn sem leikhúsið hefur staðið fyrir frá árinu 1995 fær inni í Gerðubergi. Alli Nalli og tunglið hlýtur tilnefningu til Grimunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna. Völuspá er sýnd í New Jersey og New York í Bandaríkjunum í maí og í framhaldinu boðið að taka þátt í „Showcase“ í Bandaríkjunum í ársbyrjun 2010.

2010
Völuspá er sýnd á leikhúsmessu í Pittsburgh í Bandaríkjunum í janúar. Sænski leikhópurinn Martin Mutter hlýtur styrk til að vinna að samstarfi við Möguleikhúsið og kemur í heimsókn í maí til að efna til vinnusmiðju. Möguleikhúsið heimsækir Martin Mutter til Örebro í september með leiksýninguna Völuspá.
Möguleikhúsið hlýtur viðurkenningu Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Árnastofnunar á Degi íslenskrar tungu.