Leiksýningar í skólum

Allar þær sýningar sem Möguleikhúsið býður upp á eru ferðasýningar sem unnt er að sýna í leik- og grunnskólum landsins og víðar.

Fáein atriði er rétt að hafa í huga áður en sýning kemur í heimsókn:
Nokkuð mismunandi er hversu mikið umfang sýninganna er og því rétt að grennslast fyrir um hvaða aðstæður þarf að uppfylla áður en sýning er bókuð. Oftast má þó gera ráð fyrir að það gólfpláss sem þarf fyrir sýninguna sé um það bil 5X5 metrar. Síðan þarf að sjálfsögðu einnig að gera ráð fyrir plássi fyrir áhorfendur.

Undirbúningstími fyrir sýningu getur verið frá 45 mínútum upp í 2 klukkutíma (misjafnt eftir sýningum) og síðan þarf einnig að gera ráð fyrir tíma fyrir frágang að sýningu lokinni.

Æskilegt er að hægt sé að myrkva salinn þar sem sýning fer fram. Þá er hægara að setja upp sérstaka lýsingu fyrir sýninguna og auka áhrifamátt hennar.Eins ber að hafa í huga að takmarka eins og hægt er alla utanaðkomandi truflun meðan á sýningu stendur, umgang, símhringingar o.þ.h.

Smellið hér til að sjá verðskrá fyrir sýningar í skólum

Nánari upplýsingar eru veittar í s. 5622669 eða netfanginu moguleikhusid@moguleikhusid.is og þar er einnig tekið á móti pöntunum