Völuspá_1

Völuspá

eftir Þórarin Eldjárn

Möguleikhúsið hefur nú að nýju sýningar á hinni rómuðu sýningu Völuspá.

Völuspá var frumsýnd í Möguleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík vorið 2000. Sýningin var tilnefnd til menningarverðlauna DV fyrir árið 2000 og hlaut Grímuna – íslensku leiklistarverðlaunin 2003

Verkið byggir á hinni fornu Völuspá og veitir áhorfendum sýn inn í hugmyndaheim heiðinnar goðafræði. Þar segir m.a. frá fróðleiksfýsn Óðins, græðgi í skáldamjöðinn, forvitni hans um nútíð og framtíð, Fenrisúlfi, Baldri, Loka, Hugin og Munin og ótal fleiri persónum.

Leikstjóri sýningarinnar er Peter Holst, Guðni Franzson stýrði tónlistinni í verkinu og leikmynd og búninga hannaði Anette Werenskiold. Á sviðinu eru Pétur Eggerz sem leikur öll hlutverkin í Völuspá og tónlistarmaðurinn Birgir Bragason.

Frá því Völuspá var frumsýnd hefur sýningin gert víðreist, m.a. verið sýnd á hátíðum í Rússlandi, Svíþjóð, Kanada, Finnlandi, Færeyjum, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi.

Sýningar á Völuspá eru nú orðnar rúmlega 200 talsins.

„Þetta var – eins og tíu ára förunautur minn orðaði það með áherslu um leið og ljósin fóru niður – alveg æðislegt!“ – Silja Aðalsteinsdóttir / DV

“Aldrei fyrr hef ég sé jafn nána samvinnu milli leikara og tónlistarmanns Á sviðinu.” – Johanna Berglund /  Nerikes Allehanda

Völuspá hentar einkar vel til sýninga fyrir eldri deildir grunnskóla og framhaldsskóla í samhengi við námsefni tengt Völuspá og norrænni goðafræði.

Sýningartími: 45 mínútur

Undirbúningstími fyrir sýningu: 60 mínútur

Gólfpláss fyrir sýningu: 5X5 m.

Tekið er á móti sýningarpöntunum í s. 897 1813 og á netfanginu moguleikhusid@moguleikhusid.is